Velkomin á heimasíðu Hollvina Húna II

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

                       Erum líka á Facebook
                                                       Pantanir eða spurningar
                                    simi/tel 848 4864
                                          sími/tel 699 1950 - steinipje@simnet.is

Nýjustu fréttir

 • 17. júní sigling í boði.

  17. júni kl. 17:00 er sigling í boði með Húna II.

 • Á döfinni

  Nú er Húni II opinn alla daga milli kl. 13-16 fyrir gesti og gangandi.  Lifandi leiðsögn um bátinn.  Næsta sigling í boði Akureyrarstofu verður á 17. júní kl. 17:00.  Þá verður sigling til Grímseyjar á sólstöðuhátíð. 26. júní.

   Ef næg þátttaka fæst og veður leyfir, siglir Húni II frá Akureyri til Grímseyjar föstudaginn 26. júní kl. 16:30.  Komið til Grímseyjar á miðnætti. Gistingu er hægt að panta hjá gistiheimilinu Gullsól sími 467-3190 gullsol@visir.is  og  Básum sími 467-3103, basar@gistiheimilidbasar.is

   

  Einnig er gott tjaldstæði í eyjunni. Sigling til baka verður sunnudag 28. júní kl. 09:00, stoppað í Hrísey í tvær klst.  Áætlað að koma til Akureyrar kl. 18:00

   

  Í Grímsey verður boðið upp á gönguferð um eyjuna undir leiðsögn, verð pr. mann 1.000 kr. Um kvöldið verður sjávarrétta hlaðborð í félagsheimilinu í umsjón kvenfélagsins Baugs í Grímsey sem nýlega hélt upp á 55 ára afmæli félagsins.

  Pantanir í sjávarréttarkvöldverðinn er í síma 865-5110 og verðið er

  Kr. 4.500 per. mann.

   

  Pantanir/upplýsingar í ferð Húna II er í síma 848-4864 og á netfangið steinipje@simnet.is.  Fargjald er kr. 34.000. 


 • 245 félagar skráðir

  Í dag eru skráðir 245 félagar í Hollvinafélagi Húna II. All flestir eru skráðir með tölvupóst og ef þú sem þetta lest hefur ekki fengið póst frá Húna viltu þá senda tilkynninu þar um á steinipje@simnet.is

Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Í dag: 1
Samtals: 30807

Dagatal

« Júlí 2015 »
SMÞMFFL
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031 

Á næstunni

Engir viðburðir á næstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning