Velkomin į heimasķšu Hollvina Hśna II

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

                       Erum líka á Facebook
                                                       Pantanir eða spurningar
                                    simi/tel 848 4864
                                          sími/tel 699 1950 - steinipje@simnet.is

Nżjustu fréttir

  • 245 félagar skrįšir

    Í dag eru skráðir 245 félagar í Hollvinafélagi Húna II. All flestir eru skráðir með tölvupóst og ef þú sem þetta lest hefur ekki fengið póst frá Húna viltu þá senda tilkynninu þar um á steinipje@simnet.is

  • Samningur viš Akureyrarstofu

    Gerðum nýjan samning við Akureyrarstofu í dag vegna siglinga.  Ánægjulegt samstarf sem gengur vel og nú vinnum við að undirbúningi Sjómannadagsins.  Munum sigla að venju með farþega og sýna nýuppgerðan 65 ára gamlan árabát.

  • Frįbęr ašalfundur

    Fjölmennur aðalfundur var um borð í Húna II í kvöld.  Mikil ánægja með starfið og nú var ákveðið að taka upp félagsgjöld, 3000 kr. en margir hafa óskað eftir því að fá að greiða félagsgjald. Breyting varð á stjórn, úr stjórn gengu þeir Ellert Guðjónsson og Lárus List og var þeim þökkuð góð störf til margra ára en þeir hafa verið með frá upphafi.  Nýir menn í stjórn eru Gunnar Gestsson og Davíð Hauksson og voru þeir boðnir velkomnir.  Þá hætti Ingi P og Víðir Ben í nefndum sem þeir hafa verið í.

Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Ķ dag: 1
Samtals: 30517

Dagatal

« Maí 2015 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrįning