Velkomin á heimasíđu Hollvina Húna II

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

                       Erum líka á Facebook
                                                       Pantanir eða spurningar
                                    simi/tel 848 4864
                                          sími/tel 699 1950 - steinipje@simnet.is

Nýjustu fréttir

  • Húnakaffiđ fellur niđur í dag 14.3 vegna veđurs

    Kaffið í dag laugardaginn 14.3. fellur niður vegna veðurs.

  • Ljósavélin

    Búið að loka olíutönkunum, því sem næst búið að endurnýja lensikerfið, búið að setja upp nýja loftpressu og nú er búið að taka heddið af ljósavélinni en heddpakning var farin að gefa sig. Valur fékk til liðs við sig nafna sinn Val Finnsson vélstjóra, þeir verða ekki í vandræðum með þetta nafnarnir. Gaman að sjá hlutina gerast og vandað til verks.

  • Gerast félagi

    Viltu gerast félagi í Hollvinafélagi Húna, sendu þá nafn, kt, heimilisfang, gsm síma og netfang á steinipje@simnet.is

Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Í dag: 2
Samtals: 30163

Dagatal

« Mars 2015 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning