Velkomin į heimasķšu Hollvina Hśna II

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

                       Erum líka á Facebook
                                                       Pantanir eða spurningar
                                    simi/tel 848 4864
                                          sími/tel 699 1950 - steinipje@simnet.is

Nżjustu fréttir

  • Takktu laugardaganna frį fyrir morgunkaffiš

    Laugardaginn 3. október klukkan 10:00 byrjar laugardagskaffið og verður í vetur alla laugardaga. Skemmtilegt spjall og hresst fólk.

  • LAUGARDAGSKAFFIŠ

    Laugardagskaffið byrjar 3. október kl. 10

  • ĮRGJALDIŠ 2015

    Ágætu félagar í Hollvinasamtökum Húna II.  Í maí sl. á aðalfundi félagsins var samþykkt að taka upp greiðslu félagsgjalda.  Samþykkt var að félagsgjöld ársins 2015, yrðu kr. 3.000.  Af hálfu félagsins var Landsbankanum falið að stofna kröfu á félagsmenn, til innheimtu í heimabanka/einkabanka.  Ljóst er að ekki eru allir félagsmenn tengdir heimabanka/einkabanka, en innheimtan hefur gengið vel og viljum við þakka þeim sem þegar hafa greitt.  Þeir sem ekki fara heimabanka/einkabanka leiðina viljum við benda á að hægt er að leggja inn á reikning félagsins.  Kt. félagsin er 670207-2260, banki 0162-hb 26 og reikningsnúmer 9004.  Þegar hafa 153 af 242 félögum greitt gjaldið.


Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Ķ dag: 0
Samtals: 31572

Dagatal

« Nóvember 2015 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrįning